Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. júlí 2019 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Ómar í Hauka á láni (Staðfest)
Stefán Ómar í leik með Hugin.
Stefán Ómar í leik með Hugin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar hafa krækt í framherjann Stefán Ómar Magnússon á láni frá ÍA út leiktíðina.

Stefán Ómar er 19 ára gamall og hefur hann leikið með Kára í 2. deild á þessari leiktíð. Hann hefur spilað átta leiki í 2. deild og skorað þrjú mörk. Einnig hefur hann komið við sögu í tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum í sumar og skorað tvö mörk.

Stefán er uppalinn hjá Hugin á Seyðisfirði, en þar lék hann sína fyrstu meistaraflokksleiki í deildarkeppni árið 2015. Þá var hann aðeins 15 ára gamall.

Í desember 2016 skrifaði hann undir þriggja ára samning við ÍA þar sem hann hefur ekki náð að festa sig í sessi.

Hjá Haukum fær hann tækifæri til að láta ljós sitt skína og á hann möguleika á að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld gegn Keflavík í Inkasso-deildinni. Haukar eru í níunda sæti með níu stig.

Hann er annar leikmaðurinn sem Haukar fá í þessum glugga. Hinn leikmaðurinn sem kom til félagsins er varnarmaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson. Hann kom á láni frá Víkingi, en er uppalinn Haukamaður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner