Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. desember 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Alberts rekinn frá AZ (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AZ Alkmaar er búið að reka Arne Slot úr þjálfarastólnum eftir að upp komst um samningsviðræður hans við Feyenoord.

Stjórnendur AZ eru afar ósáttir með hegðun þjálfarans, sem bjóst við að klára tímabilið við stjórnvölinn hjá skemmtilegu liði AZ sem er enn taplaust í deildinni og búið að vinna fjóra leiki í röð.

Slot hefur gert frábæra hluti með AZ, sérstaklega í Evrópudeildinni þar sem liðið er í frábærri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppnina. AZ lenti í dauðariðli með Napoli og Real Sociedad en sigur í lokaumferðinni gegn króatíska botnliðinu Rijeka tryggir liðinu þátttöku í 16-liða úrslitum.

Slot er kominn langt í samningsviðræðum við Feyenoord og mun að öllum líkindum taka við félaginu á næstu leiktíð.

AZ spilaði stórskemmtilegan bolta á síðustu leiktíð og endaði í öðru sæti, jafnt toppliði Ajax á stigum þegar tímabilið var blásið af vegna Covid.

Albert Guðmundsson fékk lítinn sem engan spiltíma undir stjórn Slot á síðustu leiktíð en er kominn með 3 mörk í 7 deildarleikjum í haust. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum tekst að fóta sig undir nýjum þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner