Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 07. maí 2021 10:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Katrín Ásbjörns í Stjörnuna (Staðfest)
Í leik með Stjörnunni árið 2018.
Í leik með Stjörnunni árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt í Stjörnuna og mun spila með liðinu í sumar.

Katrín hefur áður leikið með liðinu, hún var hjá félaginu á árunum 2016-2018.

Hún lék með uppeldisfélaginu KR í fyrra og hefur einnig leikið með Þór/KA á sínum ferli.

„Ég er ánægð með að hafa skrifað undir hjá Stjörnunni fyrir þetta tímabil. Ég þekki klúbbinn vel og hlakka til að byrja aftur af krafti. Liðið lítur vel út, með góða blöndu af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt nokkrum reynsluboltum. Markmiðin mín eru að bæta við þá reynslu og hjálpa liðinu að ná góðum árangri á komandi leiktíð," sagði Katrín við undirskrift.

„Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt aftur í bláu treyjuna og er klár fyrir átökin sem framundan eru í PepsíMax deildinni í sumar. Katrín hefur spilað 179 meistaraflokksleiki og skorað 77 mörk og er með 19 A-landsleiki á bakinu. Hún spilaði 56 leiki með Stjörnunni 2016-2018 og skoraði í þeim 31 mark og varð Íslandsmeistari með liðinu 2016," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Keflavík á þriðjudag. Liðið tapaði 2-1 gegn Val í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner