mán 07. júní 2021 07:36
Elvar Geir Magnússon
Ben White kallaður inn í enska landsliðið (Staðfest)
Ben White í landsleiknum gegn Rúmeníu í gær.
Ben White í landsleiknum gegn Rúmeníu í gær.
Mynd: Getty Images
Ben White, varnarmaður Brighton, hefur verið kallaður inn í enska landsliðið fyrir EM alls staðar í stað Trent Alexander-Arnold.

Þessi 23 ára leikmaður spilaði sinn fyrsta landsleik í síðustu viku, í 1-0 sigri gegn Austurríki. Það var leikurinn þar sem Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, varð fyrir meiðslum sem gerðu að verkum að hann missir af EM.

White er miðvörður og byrjaði við hlið Tyrone Mings í 1-0 sigri gegn Rúmeníu í gær.

Hann getur einnig leyst stöðu varnartengiliðs á miðjunni og leikið sem hægri bakvörður. Fjölhæfni hans hefur væntanlega hjálpað honum að verða fyrir valinu.

England mætir Króatíu í fyrsta leik sínum á EM næsta sunnudag, leikurinn verður á Wembley. Skotland og Tékkland eru einnig í D-riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner