mán 07. júní 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Christian Fuchs í MLS-deildina (Staðfest)
Christian Fuchs mun spila í Bandaríkjunum á næsta ári
Christian Fuchs mun spila í Bandaríkjunum á næsta ári
Mynd: Getty Images
Austurríski vinstri bakvörðurinn Christian Fuchs er genginn til liðs við Charlotte FC í MLS-deildinni en hann mun formlega ganga til liðs við félagið um áramótin.

Fuchs, sem er 35 ára gamall, spilaði í sex ár hjá Leicester og varð meðal annars enskur meistari á fyrsta tímabili hans þar en hann var lykilmaður í vörninni.

Það var því vel við hæfi að hann myndi vinna enska bikarinn á síðasta tímabilinu en Leicester ákvað að framlengja ekki samning hans eftir þessa leiktíð.

Hann hefur nú gert samning við bandaríska MLS-deildarfélagið Charlotte FC en félagið mun taka þátt í fyrsta sinn í deildinni árið 2022.

Fuchs gerir eins árs samning með möguleika á að framlengja um annað ár.
Athugasemdir
banner
banner