sun 08. mars 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leó Kristinn í Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum
Leó Kristinn Þórisson er genginn í raðir Þróttar Vogum. Þróttarar hafa verið duglegir að fá unga og efnilega leikmenn að undanförnu.

Á föstudag skrifaði miðjumaðurinn efnilegi Leó Kristinn Þórisson undir tveggja ára samning við Þróttara.

Leó sem er tvítugur kemur frá FH og fór upp alla yngriflokka félagsins ásamt því að hafa spilað með meistaraflokki félagsins í vetur.

Brynjar Gestsson tók við liði Þróttar í haust og hefur verið að fá unga og efnilega leikmenn til félagsins í bland við þá eldri og reyndari sem fyrir eru hjá félaginu.

Tilkynning Þróttar V.:
Við bjóðum Leó velkominn í Þróttarafjölskylduna og hlökkum til að sjá hann leika listir sínar á Vogaídýfuvelli í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner