Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. júní 2021 10:04
Elvar Geir Magnússon
Filippo Inzaghi nýr þjálfari Birkis og Hólmberts (Staðfest)
Filippo Inzaghi með Simone Inzagi bróður sínum en hann er tekinn við Inter.
Filippo Inzaghi með Simone Inzagi bróður sínum en hann er tekinn við Inter.
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi er nýr stjóri Brescia í ítölsku B-deildinni en íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson eru hjá félaginu.

Brescia hafnaði í sjöunda sæti B-deildarinnar á liðnu tímabili, Birkir var í lykilhlutverki en meiðsli gerðu að verkum að Hólmbert kom aðeins við sögu í níu leikjum.

Inzaghi stýrði Benevento en yfirgaf félagið eftir fall úr ítölsku A-deildinni.

„Nýtt ævintýri hefst fyrir mig og ég er bæði ánægður og stoltur," segir Inzaghi en hann var mikill markaskorari á sínum tíma og spilaði fyrir Juventus og AC Milan.

Bróðir hans, Simone Inzaghi, tók nýlega við stjórnartaumunum hjá stórliðinu Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner