Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 09. október 2018 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sig: Verð að virða val landsliðsþjálfarans og sýna þolinmæði
Arnór í leik með U21 árs landsliðinu í síðasta mánuði.
Arnór í leik með U21 árs landsliðinu í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alls ekki leiðinlegt, ég vissi að ég myndi koma inná og náði því að stilla hausinn og horfa á leikinn," sagði Arnór Sigurðsson leikmaður U21 árs landsliðs Íslands við Fótbolta.net í kvöld.

Hann hafði verið spurður út í leik hans með félagsliði sínu, CSKA Moskvu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á dögunum en Arnór kom inná sem varamaður í leiknum.

„Það var ekki leiðinlegt að vinna þá 1-0 og fá að spila í því. Þetta var geggjað. Ég var meira spenntur en stressaður fyrir þessu. Það voru 80 þúsund manns á vellinum og ekki leiðinlegt að vera að hita upp við hliðina á Modric."

Á föstudaginn tilkynnti Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands svo landsliðshóp sinn og þrátt fyrir að vera að spila í Meistaradeildinni hlaut Arnór ekki náð fyrir augum hans að þessu sinni.

„Það þýðir samt ekkert, ég þarf bara að vera þolinmóður. Það er heiður að spila fyrir Ísland hvort sem það sé U21 eða A-landsliðið," sagði Arnór.

„Ég er vel gíraður inn í þessa tvo leiki með U21 árs landsliðinu sem verða erfiðir. Ég lít á þetta sem tækifæri að fá tvo mjög góða leiki því ég hef verið að koma inná sem varamaður með CSKA. Ég verð að virða val landsliðsþjálfarans og sýna þolinmæði. Auðvitað er draumurinn að komast í A-landsliðið en það kemur."

Nánar er rætt við Arnór í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner