Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. maí 2021 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásgeir og Úlfar skipta í Álftanes (Staðfest)
Ásgeir í leik með Haukum síðasta sumar.
Ásgeir í leik með Haukum síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frændurnir Ásgeir Þór Ingólfsson og Úlfar Hrafn Pálsson hafa fengið félagaskipti í Álftanes.

Ásgeir Þór er miðjumaður og Úlfar er bakvörður/kantmaður, en þeir eru báðir uppaldir í Haukum.

Þeir hafa báðir spilað stærstan hluta ferilinn í Haukum en hafa einnig komið víðar við og oftar en ekki verð samtaka í skrefum sínum á ferlinum.

Þeir eru báðir með reynslu úr efstu deild. Þeir hafa báðir spilað fyrir Val og Grindavík.

Ásgeir fór til Noregs, til Hönefoss, árið 2017 og var þar til 2019. Hann kom þá heim og fór í Hauka. Úlfar spilaði með Álftanesi og Kórdrengjum, en hann hefur ekki spilað keppnisleik á Íslandi frá 2019.

Álftanes féll úr 3. deild í fyrra og leikur í 4. deild í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner