Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólöf Sigríður aftur í Þrótt á láni (Staðfest)
Í leik með Þrótti síðasta sumar.
Í leik með Þrótti síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík hefur fengið frábæran liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin aftur til félagsins á láni frá Val. Þróttur og Valur áttust við í annarri umferð Pepsi Max-deildarinnar og gerðu markalaust jafntefli. Ólöf kom ekki við sögu þar en hún kom inn af bekknum í 2-1 sigri á Stjörnunni í fyrstu umferð.

Ólöf er efnilegur sóknarmaður sem var öflug með Þrótti í fyrra. Hún skoraði sex mörk í 14 deildarleikjum í Pepsi Max-deildinni.

Hún gæti spilað sinn fyrsta leik í sumar með Þrótti þegar liðið heimsækir Keflavík á laugardag.

Þróttur er með tvö stig eftir tvo leiki í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner