Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 12. maí 2021 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tindastóll krækti í spænskan framherja (Staðfest)
Mynd: Tindastóll
Spænski framherjinn Raul Sanjuan Jorda hefur fengið leikheimild með Tindastóli og verður því liðtækur í fyrsta deildarleik liðsins á nýju tímabili.

Raul er fæddur 1994 og hefur spilað í neðri deildunum á Spáni.

Stólarnir búast við miklum liðsstyrk í Raul sem á að hjálpa þeim í 3. deildinni.

Tindastóll endaði um miðja 3. deild í fyrra, með 25 stig úr 20 leikjum.

Þá var Tindastóll einnig að krækja í Anton Helga Jóhannsson sem á tvo leiki að baki fyrir Grindavík og hefur spilað fyrir GG undanfarin ár.

Anton Helgi er fæddur 1996.
Athugasemdir
banner
banner
banner