Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 14. september 2019 18:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Það er töluvert verk óunnið enn
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta gerði heldur góða ferð suður með sjó í dag þegar þeir heimsóttu botnlið Njarðvíkur á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla.
Grótta hefði með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum getað tryggt sér sæti í Pepsi Max deild karla að ári.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Tilfiningin eftir sigurinn er frábær. Hrikalega erfiður leikur við erfiðar aðstæður en það er töluvert verk óunnið enn og við eigum mjög erfiðan leik á móti Haukum í lokaumferðinni þar sem við þurfum að fá allavega eitt stig." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu eftir leikinn í dag.

Gróttu virðist vera að takast hið ómögulega en það eru ekki margir sem gerðu ráð fyrir þessari stöðu hjá Gróttu fyrir mót og margir sem velta fyrir sér hvernig þeir fara að þessu.
„Það er frábær spurning og væri örugglega tilefni í eitthvað lengra og ýtarlegra spjall en okkur hefur tekist að halda hópnum nokkuð vel á tánnum. Tekið einn leik í einu og lifað í núinu en svo misstum við menn of lang frá okkur eftir sigurinn á móti Grenivík og við fengum skell á móti Aftureldingu en menn stigu þvíllíkt upp aftur í dag og nú er okkar verkefni að halda mönnum á jörðinni fyrir síðasta leikinn."
„Það hefur gengið mjög vel í sumar og kannski eru það við þjálfararnir sem hefðum átt að grípa einhvernveginn öðruvísi inní en menn flugu helvíti nálægt sólinni eftir Grenivíkurleikinn þannig að við lærðum af því og nei það hefur ekki verið erfitt, menn hafa tæklað þetta sumar fagmannlega og vel heilt yfir."

Grótta hefur verið með yfirlýsta stefnu sem felur í sér að leikmenn liðsins eru ekki á launum frá félaginu en nú þegar Pepsi Max virðist handan við hornið var tilefni til að spyrjast fyriri um hvort hörfað verði frá þessari stefni fari svo að liðið fari upp og geti þá jafnvel verið samkeppnishæft á markaðinum í efstu deild.
„Ég geri ekki ráð fyrir því. Við þurfum að byrja klára þetta tímabil og hvað sem verður í Inkasso eða Pepsi þá fóru menn með ákveðna hugsjón af stað og auðvitað er alltaf hægt að læra af hlutunum og allt það en í grunninn verður væntanlega keyrt áfram bara á nákvæmlega sömu hugmyndafræði."

Mikið hefur verið rætt um þjálfara störf í efstu deild á Íslandi en geir Halldór ráð fyrir því að hann og Óskar Hrafn haldi áfram með Gróttu á næsta ári.
„Það bara kemur í ljós eins og allt annað. Við ætlum bara að klára mótið og spila þennan stóra leik við Hauka og svo taka menn bara næstu skref og við sjáum hvað verður."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner