Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. júní 2021 16:32
Ívan Guðjón Baldursson
Stjarnan fær danskan sóknarmann (Staðfest)
Mynd: Stjarnan
Stjarnan er búin að staðfesta komu danska sóknarmannsins Oliver Haurits til félagsins. Hann fær leikheimild á seinni hluta tímabils.

Oliver býr yfir góðri reynslu úr dönsku B-deildinni þrátt fyrir ungan aldur. Hann er aðeins tvítugur og skoraði 7 mörk í 27 leikjum með Skive á síðustu leiktíð.

Oliver er annar Daninn sem ákveður að flytja í Garðabæinn á skömmum tíma eftir komu Casper Sloth um helgina. Stjarnan ákvað að styrkja sig eftir hörmulega byrjun á tímabilinu en liðið nældi sér í sinn fyrsta sigur í síðustu umferð gegn Íslandsmeisturum Vals.

Garðbæingar eru í tíunda sæti eftir sigurinn, með sex stig eftir átta umferðir, og eiga næst útileik gegn FH annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner