Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. júní 2021 12:49
Ívan Guðjón Baldursson
Tomori til Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AC Milan er búið að staðfesta félagaskipti sem hafa legið í loftinu í umtalsverðan tíma. Varnarmaðurinn Fikayo Tomori er genginn í raðir félagsins frá Chelsea og búinn að skrifa undir fjögurra ára samning.

Tomori gekk í raðir Milan að láni í vetur og stóð sig gífurlega vel. Hann tók byrjunarliðssætið af Alessio Romagnoli og myndaði öflugt miðvarðapar með Simon Kjær.

Með hjálp Tomori tókst Milan að enda í öðru sæti deildarinnar og tryggja sig þar með inn í Meistaradeildina á ný.

Chelsea vildi ekki selja Tomori til Milan en ítalska félagið nýtti kaupákvæði í lánssamningnum sem hljóðar upp á 28,5 milljónir evra.

Fleiri varnarmenn Chelsea virðast vera á leið til Ítalíu þessa dagana. Marcos Alonso gæti farið til Inter á meðan mikill áhugi er á bakverðinum fjölhæfa Emerson Palmieri sem rennur út á samningi á næsta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner