Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 18. júní 2020 22:19
Birna Rún Erlendsdóttir
Ingunn: Þetta er hrikalega svekkjandi
- KR tapaði fyrir Fylki í 2.umferð Pepsi Max deild kvenna í kvöld.
Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR.
Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalega svekkjandi, okkur finnst við kanski eiga meira skilið út úr þessum leik.“ Segir Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR eftir 3-1 tap fyrir Fylki í 2.umferð Pepsi max deild kvenna nú í kvöld. 

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 Fylkir

“Núna á fyrstu mínútunum er þetta drullu svekkjandi, við gáfum bara mikla vinnu í þennan leik þannig úrslitin eru já, við erum bara drullu fúlar.“ 

Ingunn segir að þrátt fyrir tapið í kvöld er hægt að taka jákvæða punkta út úr leiknum. 

„Við fáum mark á okkur snemma eins og í síðasta leik, sem er eitthvað sem við þurfum bara að laga en mér finnst við samt sýna góðan karakter og halda bara áfram, mér finnst við vera dómínerandi í fyrri hálfleik, þannig það var margt mjög gott sóknarlega sérstaklega sem við getum tekið með en Fylkisstelpur eru fljótar að refsa og þær refsuðu okkur bara í dag.“

Ingunn segir að markmið liðsins sé að vera í efri hlutanum í töflunni í sumar. 

„Við ætlum okkur að vera í efri hlutanum eins og mörg önnur lið þannig þetta er miklu jafnari deild núna sem er bara mjög skemmtilegt. Við erum með hóp til að gera stóra hluti og við erum bara ennþá að púsla okkur betur saman og verðum bara sterkari og sterkari með hverjum leik.“

KR á næst leik við Breiðablik og segir Ingunn að KR fer í alla leiki til að vinna þá. 

„Þetta er hörku byrjun hjá okkur en við förum í alla leiki til að vinna þá, þannig að nú þurfum við bara að setja hausinn undir okkur mæta í næsta leik og taka þrjú stig.“
Athugasemdir
banner
banner