Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Nonni tekur aftur við Hamri (Staðfest)
Jón Aðalsteinn Kristjánsson.
Jón Aðalsteinn Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Aðalsteinn Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars í Hveragerði.

Hamar fór í undanúrslit í 4. deild í ár en tapaði gegn KFS. Liðið vann síðan Kormák/Hvöt í leik um 3. sæti deildarinnar.

Jóhann Bjarnason lét af störfum sem þjálfari Hamars eftir tímabilið og nú hefur Jón tekið við en hann stýrði Hvergerðingum í 2. deildinni á sínum tíma.

Af Facebook síðu Hamars
Nýr þjálfari hefur verið ráðin í starf þjálfara hjá meistaraflokki karla. Okkur gleður að tilkynna það að Jón Aðalsteinn Kristjánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið og mun þjálfa meistaraflokk karla. Jón er Hamri kunnugur því hann þjálfaði liðið frá 2009-2011 þegar Hamar spilaði í 2.deild. Jón gerði frábæra hluti með ungt Hamarslið á þeim árum sem hann þjálfaði hjá okkur. Eftir tímann hjá Hamri hefur Jón safnað að sér góðri reynslu í þjálfun hjá öðrum félögum og náð góðum árangri eins og t.d kom hann Elliða óvænt uppúr 4. deildinni fyrir tveim árum síðan. Jón hefur menntað sig vel í þjálfarafræðum og er með UEFA A gráðu.
Við bjóðum Jón innilega velkominn aftur í Hamar og hlakkar okkur rosalega mikið til að vinna með Jóni og halda áfram þeirri uppbyggingu og vegferð með liðið sem hefur verið undanfarin ár. Halda áfram að búa til lið á þeim kjarna sem er til staðar hjá okkur, búa til gott fótboltalið og aðstoða leikmenn að verða betri í fótbolta. Við getum ekki beðið eftir að fá að byrja aftur!!! 💙
Mynd: Jón Aðalsteinn að þjálfa Hamarsliðið á Grýluvelli árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner