fim 23. apríl 2020 13:50
Elvar Geir Magnússon
EM 2021 mun heita EM 2020 (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að lokakeppni Evrópumóts landsliða hafi verið færð aftur um eitt ár og verði leikin sumarið 2021 þá mun mótið enn kallast EM 2020.

UEFA staðfesti þetta í dag og segir að ákvörðun hafi verið tekin eftir að allar hliðar hafi verið skoðaðar gaumgæfilega.

Mótið verður haldið víða um Evrópu í tilefni af 60 ára afmæli Evrópumótsins í ár.

Nú þegar er búið að framleiða gríðarlegt magn af varningi og ýmsu öðru merkt EM 2020 og ljóst að það hefði orðið rosalegur aukakostnaður við að breyta nafni mótsins.

Ísland vonast til að taka þátt í keppninni en liðið mun mæta Rúmeníu í umspilsleik á Laugardalsvelli. Sigurliðið þar mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu ytra í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner