Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júní 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mavropanos kveður Arsenal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið hefur gengið gríska miðvörðinn Konstantinos Mavropanos aftur á láni frá Arsenal.

Mavropanos spilaði með Stuttgart á síðustu leiktíð og kom þá við sögu í 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni.

Stuttgart borgar 500 þúsund pund fyrir lánið og þarf svo að kaupa gríska miðvörðinn ef félagið heldur sér uppi í þýsku úrvalsdeildinni fyrir allt að 5 milljónir punda. Ef Stuttgart fellur, þá mun félagið eiga möguleika á því að kaupa hann en þarf þess ekki.

Mavropanos gekk í raðir Arsenal árið 2017 en náði ekki að komast að í aðalliði félagsins. Alls spilaði hann átta leiki með aðalliði Lundúnafélagsins.

Arsenal er að vinna í því að kaupa miðvörðinn Ben White frá Brighton fyrir 50 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner