Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 10:40
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær gerir þriggja ára samning við Man Utd (Staðfest)
Ole Gunnar Soskjær verður með Man Utd til næstu þriggja ára
Ole Gunnar Soskjær verður með Man Utd til næstu þriggja ára
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, framlengdi í dag samning sinn við félagið til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu United.

Solskjær tók við United í um jólin árið 2018 eftir að Jose Mourinho var látinn taka poka sinn.

Norðmaðurinn vann fjórtán af nítján leikjum sínum það tímabilið og fékk starfið til frambúðar. Hann hefur náð góðu jafnvægi á liðið síðan.

United hafnaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og komst þá í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Hann skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning eða til ársins 2024 með möguleika á að framlengja um ár til viðbótar.

„Það vita allir hvað mér finnst um þetta félag og ég er hæstánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning. Þetta er spenandni tími fyrir Manchester United. Við höfum byggt hóp með góðri blöndu af ungum og reyndum leikmönnum sem eru hungraðir í árangur," sagði Solskjær á heimasíðu félagsins.

„Ég er með frábært þjálfaralið í kringum mig og við erum tilbúnir að taka næsta skrefið í þessari vegferð. Man Utd vill vinna alla stærstu titlana og það er það sem við ætlum að berjast fyrir. Við höfum bætt okkur gríðarlega mikið og munum halda áfram að gera það á næstu tímabilum."
Athugasemdir
banner
banner
banner