banner
   þri 28. apríl 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alan Pardew yfirgefur ADO Den Haag (Staðfest)
Alan Pardew.
Alan Pardew.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew og hollenska knattspyrnufélagið ADO Den Haag hafa komist að samkomulagi um að leiðir muni skilja.

Pardew var ráðinn í kringum síðustu áramót, en hann stýrði liðinu í aðeins átta leikjum áður en stöðva þurfti hollenska boltann vegna kórónuveirufaraldursins. Undir stjórn Pardew vann liðið aðeins einn leik, gerði þrjú jafntefli og tapaði fjórum.

Keppni var hætt í Hollandi um síðustu helgi vegna veirunnar og mun ekkert lið falla úr hollensku úrvalsdeildinni. Den Haag var í fallsæti, en mun halda sæti sínu.

Pardew er 58 ára gamall og hefur áður stýrt félögum á borð við West Ham, Southampton, Newcastle og Crystal Palace.

Athugasemdir
banner
banner
banner