Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 05. nóvember 2012 14:57
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópurinn gegn Andorra - Hjörtur Logi valinn
Hjörtur Logi Valgarðsson er valinn í hópinn.
Hjörtur Logi Valgarðsson er valinn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Indriði er mættur aftur eftir meiðsli.
Indriði er mættur aftur eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur valið hóp fyrir vináttulandsleik gegn Andorra sem fram fer ytra, miðvikudaginn 14. nóvember næstkomandi. Einn leikmaður í hópnum hefur ekki leikið A landsleik, Rúnar Már Sigurjónsson úr Val.

Hópinn má sjá hér að neðan en Lagerback velur ekki þá leikmenn sem verða í leikbanni í næsta leik í undankeppni HM. Það eru Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.

Ari Freyr Skúlason og Emil Hallfreðsson eru í verkefnum með félagsliðum sínum og geta ekki tekið þátt.

Hjörtur Logi Valgarðsson og Ólafur Ingi Skúlason fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Einnig Matthías Vilhjálmsson en búið var að greina frá því að hann yrði í hópnum.

Athygli vekur að Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Wolves, er ekki valinn þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliðinu gegn Sviss. Eggert hefur fengið sárafá tækifæri með Úlfunum. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki valinn.

Indriði Sigurðsson kemur aftur inn eftir meiðsli.

Markverðir:
Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik
Hannes Þór Halldórsson - KR

Varnarmenn:
Indriði Sigurðsson - Viking
Birkir Már Sævarsson - Brann
Ragnar Sigurðsson - FCK
Hjalmar Jónsson - Gautaborg
Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FCK
Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Hönefoss
Hjörtur Logi Valgarðsson - Gautaborg

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson - Cardiff
Helgi Valur Daníelsson - AIK
Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar
Birkir Bjarnason - Pescara
Ólafur Ingi Skúlason - Zulte Waregem
Rúnar Már Sigurjónsson - Valur

Sóknarmenn:
Gylfi Þór Sigurðsson - Tottenham
Alfreð Finnbogason - Heerenveen
Matthías Vilhjálmsson - Start

Þetta er í fimmta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði karla en Íslendingar hafa unnið allar fjórar viðureignirnar til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner