Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. júní 2015 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
U21 fór létt með Makedóna - Höskuldur skoraði tvö
Höskuldur gerði tvö af þremur í kvöld. Hér fagnar íslenska liðið síðasta markinu.
Höskuldur gerði tvö af þremur í kvöld. Hér fagnar íslenska liðið síðasta markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 3 - 0 Makedónía U21
1-0 Elías Már Ómarsson ('55)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('61)
3-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('67)

Íslenska U21 árs landsliðið fékk Makedóníu í heimsókn í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir Evrópumótið í dag.

Leikurinn var spilaður á Vodafonevellinum við Hlíðarenda og var fyrri hálfleikur frekar tíðindalítill og markalaus.

Elías Már Ómarsson kom Íslendingum yfir snemma í síðari hálfleik. Böðvar Böðvarsson átti frábæra fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Elíasi Má sem skallaði knöttinn laglega í netið.

Nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði Höskuldur Gunnlaugsson forystuna eftir stoðsendingu frá Aroni Elís Þrándarsyni og gerði Höskuldur svo út um leikinn með öðru marki sínu og þriðja marki Íslands eftir hornspyrnu á 67. mínútu.

Næsti leikur Íslands er í september gegn sterku U21 árs liði Frakka. Leikurinn verður spilaður á Íslandi.

Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner