Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 26. júlí 2017 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: FH tapaði naumlega í Slóveníu
FH á enn ágætis möguleika.
FH á enn ágætis möguleika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maribor 1 - 0 FH
1-0 Marcos Tavares ('54 )
Lestu nánar um leikinn

FH þurfti að sætta sig við naum tap gegn slóvensku meisturunum í Maribor í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Það var ljóst snemma að leikurinn yrði erfiður fyrir FH-ingar enda voru þeir að mæta liði sem vann slóvensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili með gríðarlega miklum yfirburðum.

Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur. Maribor byrjaði betur, FH átti síðan nokkrar góðar mínútur, en þegar leið á hálfleikinn tók Maribor aftur stjórnina. Maribor var nálægt því að komast yfir undir lok hálfleiksins, en skot Marwan Kabha fór samskeytin!

Snemma í seinni hálfleiknum kom fyrsta markið. Það gerði reynsluboltinn Marcos Tavares, fyrirliði Maribor, eftir flotta fyrirgjöf frá hægri. Þetta reyndist eina mark leiksins.

FH-ingar geta verið nokkuð sáttir með þessi úrslit. Þeir eiga enn möguleika, en til þess að fara áfram þurfa þeir að búa til hættulegri færi á heimavelli sínum í næstu viku.

Sigurvegarinn úr þessu einvígi fer í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en tapliðið fer yfir í 4. umferð í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner