Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 18. nóvember 2017 07:30
Helgi Fannar Sigurðsson
Vill að kvennalandsliðið fái jafn vel borgað og karlarnir
Vivianne Miedema.
Vivianne Miedema.
Mynd: Getty Images
Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal og hollenska kvennalandsliðsins vill sjá knattspyrnusamband Hollands taka það norska til fyrirmyndar og fara að borga kvennalandsliðinu jafnhá laun og karlaliðinu.

„Við erum Evrópumeistar, karlalandsliðið komst hvorki á EM né HM, við erum að standa okkur betur þessa stundina, við eigum klárlega skilið að fá sömu laun og leikmenn karlalandsliðsins," sagði Miedema.

Norska karlalandsliðið átti stóran þátt í því að berjast fyrir jöfnum launum karla og kvenna hjá landsliðinu og það er spurning hvort eitthvað svoleiðis þurfi að gerast hjá Hollendingum sem og öðrum þjóðum til að þetta gæti orðið að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner