Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 17. desember 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Njósnarar frá Man City sáu Alfreð skora þrennu
Mynd: Getty Images
Njósnarar frá Manchester City voru mættir á leik Augsburg og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Voru þeir mættir þar til að fylgjast með vinstri bakverðinum Philipp Max, en annar leikmaður fangaði líklega athygli þeirra líka; landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason.

Alfreð gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum í gær. Fyrsta markið gerði hann eftir 59 sekúndur en hin tvö komu í uppbótartíma.

Max átti líka góðan leik en hann lagði upp eitt af mörkum Alfreðs. Bakvörðurinn hefur átt gott tímabil og lagt upp 10 mörk í 17 leikjum.

City vill fá vinstri bakvörð og miðvörð í janúar þar sem Benjamin Mendy og Vincent Kompany hafa báðir verið að glíma við meiðsli.

Max er samningsbundinn Augsburg til 2022.

Sjá einnig:
Sjáðu ótrúlega þrennu Alfreðs
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner