Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 04. janúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Steinn í viðræðum við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er í viðræðum við Fylki en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur Steinn er á förum frá Víkingi Ólafsvík en samningur hans þar rann út síðastliðið haust. Líklegast er að Guðmundur spili í Árbænum eins og staðan er í dag.

„Ég hef heyrt í nokkrum liðum en það er ekkert annað en þetta í gangi núna," sagði Guðmundur Steinn við Fótbolta.net í dag.

Hinn 28 ára gamli Guðmundur Steinn var fyrirliði Víkings Ólafsvíkur á síðasta tímabili en hann skoraði átta mörk í átján leikjum þegar liðið féll úr Pepsi-deildinni.

Guðmundur Steinn er uppalinn í Val en hann hefur einnig leikið með HK, Fram og ÍBV á ferlinum auk þess sem hann var hjá Notodden í Noregi 2015 og hluta sumars 2016.

Fylkismenn unnu Inkasso-deildina síðastliðið sumar og leika í Pepsi-deildinni á nýjan leik í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner