Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   lau 24. mars 2018 05:34
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Sverrir Ingi: Heimir vildi prófa mig á miðjunni
Icelandair
Sverrir komst í gott færi í fyrri hálfleiknum.
Sverrir komst í gott færi í fyrri hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af þessum leik," sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 3-0 tapið gegn Mexíkó í nótt.

Lestu um leikinn: Mexíkó 3 -  0 Ísland

„Þeir fá í raun bara eitt færi í leiknum þegar þeir skora annað markið. Svo skora þeir úr aukaspyrnu í fyrri hálfleiknum og ég held að það sé heppnisstimpill yfir þessu þriðja marki. Hann ætlar að senda boltann fyrir og hann enndar í netinu," bætti hann við.

„Í þokkabót fengum við fullt af færum til að skora en þetta datt með þeim en ekki okkur í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður, þeir ná aldrei að opna okkur og við fáum tvö dauðafæri til að skora. Markmaðurinn þeirra gerir mjög vel í bæði skiptin. Við hefðum getað verið yfir í hálfleik en svo reynum við að færa liðið framar á völlinn í seinni hálfleik og fáum á okkur mark í andlitið og þá var lítið eftir. Við gáfum okkur alla í þetta og spiluðum við gott lið. Við getum tekið helling jákvætt út úr þessum leik."

Sverrir Ingi spilaði fyrri hálfleik í miðverði og seinni á miðjunni.

„Ég er fyrst og fremst hafsent og hef spilað meira og minna þar allan minn feril. Heimir vildi prófa mig þar og ég geri bara það sem þjálfarinn vill. Ég reyndi að leggja eins vel fram og ég gat. Það eru aðeins meiri hlaup en í hafsentinum en það er gaman að prófa eitthvað nýtt og við verðum að geta leyst fleiri en eina stöðu ef þess kemur."
Athugasemdir
banner
banner
banner