Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 01. júní 2018 16:40
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin á leið til CSKA Moskvu
Hörður Björgvin Magnússon er að ganga í raðir CSKA Moskvu en hann kemur til félagsins frá Bristol City
Hörður Björgvin Magnússon er að ganga í raðir CSKA Moskvu en hann kemur til félagsins frá Bristol City
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er að ganga í raðir CSKA Moskvu í Rússlandi en þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net. Gengið verður frá smáatriðum á næstu sólarhringum

Hörður, sem er 25 ára gamall, hefur verið á mála hjá Bristol City á Englandi síðustu tvö ár en hann kom til félagsins frá ítalska meistaraliðinu Juventus.

Bristol City samþykkti á dögunum tilboð rússneska stórliðsins CSKA Moskvu en hann mun í kjölfarið skrifa undir samning eftir að hann semur um kaup og kjör. Hann gerir langtímasamning og mun opinberlega ganga til liðs við CSKA 1. júlí næstkomandi.

Hann einbeitir sér nú næstu vikur að því að undirbúa sig fyrir HM með íslenska landsliðinu en liðið á æfingaleiki gegn Noreg og Gana áður en liðið heldur til Rússlands þann 9. júní.

Hörður fagnaði ágætis gengi með Bristol City á leiktíðinni sem var að ljúka en hann komst í undanúrslit enska deildabikarsins, þar sem liðið vann meðal annars Manchester United á leið sinni þangað.

Bristol City mistókst að komast í umspil um sæti í úrvalsdeildinni á tímabilinu eftir fína frammistöðu fyrir áramót en eftir áramót gengu hlutirnir ekki jafn vel og þurfti því liðið að sætta sig við 11. sæti í deild.

CSKA Moskva er stórhuga í rússnesku deildinni eftir að liðinu mistókst að vinna deildina en nágrannar þeirra í Lokomotiv tóku titilinn þetta tímabilið. CSKA hafnaði í öðru sæti og fer því beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili.

CSKA hefur 13 sinnum unnið efstu deild í Rússlandi og ellefu sinnum hafnað í öðru sæti. Liðið vann þá Evrópukeppni félagsliða árið 2005 en besti árangur liðsins í Meistaradeildinni kom fyrir átta árum er liðið komst í 8-liða úrslit.

Með liðinu spila þeir Igor Akinfeev, sem staðið hefur vaktina í marki rússneska landsliðsins síðustu ár en auk þess leika þeir Alan Dzagoev, Mario Fernandes og Ahmed Musa er þá á láni frá Leicester City svo einhverjir séu nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner