Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 16. janúar 2008 06:05
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Daily Express 
Guðjón Þórðarson talinn líklegur til að taka við Hearts
Er Guðjón á leiðinni til Bretlands á ný?
Er Guðjón á leiðinni til Bretlands á ný?
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, er sterklega orðaður við knattspyrnustjórastarfið hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts í fjölmiðlum þar í landi í dag.

Dagblaðið, Daily Express, telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að Guðjón sé einna líklegastur úr hópi nokkurra kandítata til þess að hreppa hnossið en að sögn blaðsins er hann með ákvæði í samningi sínum við ÍA sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið berist honum betra tilboð frá öðru liði.

Blaðið heldur því ennfremur fram að Guðjón vilji fá Skotann Ross Jack, fyrrum framherja Dundee United og Dunfermline, í þjálfarateymi sitt verði hann ráðinn.

Hearts er þjálfaralaust um þessar mundir og hefur Stephen Frail, aðstoðarþjálfari liðsins, verið við stjórnvölinn í undanförnum leikjum en liðinu hefur gengið afleitlega á keppnistímabilinu og situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 22 leiki.

Vladimir Romanov, hinn Litháenski eigandi Hearts, vill ná fram stöðugleika innan liðsins á nýjan leik og telur brýnt að fá mann í brúnna með reynslu af breskri knattspyrnu.

Því er Guðjón talinn álitlegur kostur eftir að hafa þjálfað Stoke City, Barnsley og Notts County í Englandi.

Þess má geta að landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mála hjá Hearts ásamt Haraldi Björnssyni, markverði ungmennalandsliðsins.

Tekið er fram að ekki hafi náðst í Guðjón við vinnslu fréttarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner