Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mán 01. febrúar 2016 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Sanches gæti endað hjá Manchester United í dag
Renato Sanches er mikið efni.
Renato Sanches er mikið efni.
Mynd: Getty Images
Rui Vitoria, þjálfari Benfica, viðurkennir að Manchester United gæti komið með tilboð á síðustu stundu í hinn unga og efnilega Renato Sanches.

Sanches er einungis 18 ára gamall og hefur brotist inn í aðallið Benfica á tímabilinu. Þykir hann vera með efnilegri leikmönnum Evrópu á þessum aldri og er United sagt hafa mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.

„Renato er mjög þroskaður miðað við aldur og leikmenn honum eldri eru að hjálpa honum mikið," sagði Rui Vitoria við SportTV.

„Við erum ekki í erfiðri aðstöðu. Ef eitthvað gerist, þá gerist það. Við vitum alveg að þannig virkar þetta, það er engin dramatík í gangi. Liðið getur alveg höndlað orðróma á borð við þessa."

Samningur Sanches gildir til ársins 2021 og ku innihalda 45 milljóna evra kaupklásúlu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner