Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 01. október 2015 11:45
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Símtalið í Rodgers ekki það skemmtilegasta
Gylfi í leik með Tottenham.
Gylfi í leik með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Bókin "Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson" kom út í dag. Í bókinni ræðir Gylfi meðal annars um þá ákvörðun að fara frekar til Tottenham en Liverpool sumarið 2012 þegar hann yfirgaf Hoffenheim í Þýskalandi.

„Ástæðan var einna helst sú að á þessum tíma hafði Tottenham frábæra leikmenn á sínum snærum á borð við Van der Vaart, Gareth Bale og Luka Modric," segir Gylfi í bókinni.

„Einnig var mikið að gerast hjá félaginu, plön um nýjan völl, nýtt æfingasvæði og svo spillti ekki fyrir að auðveldara var fyrir fjölskylduna mína að koma í heimsókn þegar ég var staddur í London."

Gylfi var fyrri hluta árs 2012 í láni hjá Swansea frá Hoffenheim. Brendan Rodgers var þá stjóri Swansea en hann tók við Liverpool sumarið 2012 og vildi fá Gylfa til félagsins. Gylfi ákvað hins vegar að velja Tottenham.

„Eftir þessa ákvörðun ákvað ég að hreinsa loftið milli mín og Brendan Rodgers svo ég tók upp tólið og sagði honum stöðu mála. Þetta var ekki skemmtilegasta símtal sem ég hef átt, en svona gerast hlutirnir í fótboltanum," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner