Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 01. október 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Chelsea hafa áhyggjur af Mourinho
Powerade
Mourinho er í basli þessar vikurnar.
Mourinho er í basli þessar vikurnar.
Mynd: EPA
Ensku blöðin koma víða við í slúðurpakka dagsins í dag.



Leikmenn Chelsea hafa áhyggjur af því að Jose Mourinho sé ítrekað að taka sömu mennina fyrir og gagnrýna þá. (Guardian)

Stuðningsmenn Chelsea vilja fá John Terry aftur inn í liðið en hann hefur byrjað fjóra af síðustu fimm leikjum á bekknum. (Daily Mail)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur útilokað að lána framherjann Divock Origi í janúar. (The Times)

Arsene Wenger lét leikmenn sýna heyra það fyrir að sýna ekki nægilega mikla ástríðu í leiknum gegn Olympiakos í fyrrakvöld. (Daily Mail)

Arsenal ætlar að berjast við Barcelona um Nolito framherja Celta Vigo en hann er falur fyrir 13,3 miljónir punda. (Metro)

Joe Cole, miðjumaður Aston Villa, vill fara á lán í Championship deildina en hann er ekki inni í myndinni hjá Tim Sherwood. (Daily Telegraph)

Jimmy Bullard segir að Liverpool hafi átt að fá Neymar þegar félagið seldi Luis Suarez til Barcelona. (Daily Express)

WBA, Arsenal og Liverpool eru að fylgjast með Demarai Gray, 19 ára kantmanni Birmingham. (Express and star)

Jamie Vardy mun halda áfram að spila með Leicester þrátt fyrir að vera með tvö brotin bein í hendi. (Leicester Mercury)

Newcastle er eitt af fimm félögum í ensku úrvalsdeildinni sem eru að fylgjast með Aaron Collins, 18 ára framherja Newport County. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner