Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 03. febrúar 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Eiður talar um það þegar hann hafnaði Zola
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen segist hafa notið þess að spila með Tottenham á láni frá Monaco síðari hluta tímabils 2009/2010.

Eiður er í viðtali í mars tímariti FourFourTwo en þar tjáir hann sig um tímann hjá Tottenham.

„Margir stuðningsmenn Chelsea verða ekki ánægðir með að ég segi þetta en ég naut þess að spila hjá Tottenham. Við vorum með mjög gott lið með Gareth Bale, Luka Modric sem og stráka eins og Peter Crouch, Ledley King, Niko Kranjcar, [Heurelho] Gomes í markinu. Við vorum með marga góða fótboltamenn," sagði Eiður.

„Það síðasta sem ég heyrði frá Harry Redknapp eftir tímabilið var: 'Sé þig á undirbúningstímabilinu. Þú hefur staðið þið frábærlega og við þurfum á þér að halda á næsta tímabili.' Það gerðist aldrei. Ég var með samning hjá Monaco og fór aftur þangað. Hvort að félögin hafi ekki náð samkomulagi um kaupverð veit ég ekki."

Í janúar 2010 reyndi Gianfranco Zola einnig að fá Eið Smára til West Ham en hann valdi Tottenham.

„Ég var mjög nálægt (því að fara til West Ham). Ég ræddi við Gianfranco Zola en þegar ég var að ferðast til Englands þá var Harry Redknapp í símanum. Hann hafði rætt við umboðsmann minn og pabba," sagði Zola.

„Þegar ég lenti í London þá þurfti ég að ákveða mig: West Ham eða Spurs? Ég valdi liðið sem var að berjast um Meistaradeildar sæti frekar en lið sem er að berjast á hinum enda töflunnar. Það var eina ástæðan fyrir ákvörðun minni," sagði Eiður.
Athugasemdir
banner
banner