Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 03. febrúar 2016 10:25
Magnús Már Einarsson
Inter hafnaði tilboði frá Liverpool
Powerade
Liverpool reyndi að fá Icardi.
Liverpool reyndi að fá Icardi.
Mynd: Getty Images
Hvað verður um Pellegrini í sumar?
Hvað verður um Pellegrini í sumar?
Mynd: Getty Images
Þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður þá hætta slúðursögurnar frá Englandi ekki að berast. Kíkjum á það helsta.



Yaya Toure verður boðið 30 milljónir punda fyrir að fara frá Manchester City til félags í Kína í sumar. (Telegraph)

Pep Guardiola mun líklega reyna að fá Leroy Sane frá Schalke þegar hann tekur við Manchester City í sumar. Hinn tvítugi Sane er metinn á 40 milljónir punda. (Star)

Guardiola hefur líka áhuga á Claudio Bravo markverði Barcelona. (AS)

Manuel Pellegrini, núverandi stjóri City, gæti tekið við Valencia af Gary Neville í sumar. (Talksport)

Chelsea hefur boðið Pellegrini að taka við í sumar. (Metro)

Pellegrini kemur líka til greina sem næsti þjálfari PSG. (Mirror)

John Stones vill vera áfram á svipuðu svæði á Englandi ef hann fer frá Everton. Stones hefur verið orðaður við Manchester City, Manchester United, Chelsea, Barcelona og Real Madrid. (Times)

Radamel Falcao gæti ennþá farið frá Chelsea þó félagaskiptaglugginn sé víðsvegar lokaður. Falcao gæti farið til Kína en glugginn þar er opinn. (Times)

Inter hafnaði 22,7 milljóna punda tilboði frá Liverpool í framherjann Mauro Icardi á lokadegi gluggans. Ástæðan var sú að Inter hafði ekki tíma til að finna eftirmann hans. (Corriere della Sera)

Leeds ætlar að reyna að fá Kyle Lafferty á láni frá Norwich. (Talksport)

Marseille vill kaupa Remy Cabella frá Newcastle en hann hefur verið á láni í Frakklandi í vetur. (Newcastle Chronicle)

Lazar Markovic segir að Brendan Rodgers hafi breyst á síðasta tímabili sínu hjá Liverpool. Markovic er í dag í láni hjá Fenerbahce frá Liverpool. (Liverpool Echo)

Leicester vonast til að fá Clement Chantome miðjumann Bordeaux þegar samningur hans rennur út í sumar. (Expres)

Arsenal ætlar að reyna aftur að fá hinn 16 ára Ryan Sessegnon frá Fulham og vinstri bakvörðinn unga Ben Chilwell frá Leicester. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner