Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 06. febrúar 2016 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Getum ekki kennt stuðningsmönnunum um þetta
Henderson hér í baráttu við Whabi Khazri
Henderson hér í baráttu við Whabi Khazri
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var auðvitað fúll eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Sunderland í dag.

Liverpool komst 2-0 yfir í leiknum, en missti unnin leik niður í jafntefli og varð lokaniðurstaðan 2-2.

Þetta voru ekki góð úrslit. Við verðum að klára síðustu tíu mínútur leiksins og þetta var bara ekki nógu gott," sagði Henderson.

Stuðningsmenn Liverpool ákváðu að fara af velli á 77. mínútu til þess að mótmæla háu miðaverði, en Henderson vildi ekki kenna því um tapið.

"Það er ekki afsökun að stuðningsmennirnir skildu fara af vellinum, þar sem leikurinn er undir okkur kominn sem einstaklingar."
Athugasemdir
banner
banner
banner