Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 11. október 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lallana farinn til Katar - Eins og Eiður Smári og Alfreð
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ákveðið að senda miðvallarleikmanninn öfluga Adam Lallana í meðhöndlun til Katar.

Lallana meiddist í læri á undirbúningstímabilinu og hefur ekkert spilað það sem af er þessu tímabili.

Það styttist í að hann snúi aftur á fótboltavöllinn, en hann hefur verið sendur til Katar til að flýta fyrir.

Í Katar eru mjög færir sérfræðingar í meiðslum en Alfreð Finnbogason fór í endurhæfingu þangað og náði góðum bata á þrálátum nárameiðslum sínum. Eiður Smári Guðjohnsen fór einnig þangað.

Sjá einnig:
Eiður Smári í endurhæfingu í Katar
Athugasemdir
banner
banner