Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 14. júní 2017 14:56
Elvar Geir Magnússon
Bilic: Ísland fangaði hug allra í fyrra
Bilic mætir með sína menn til Íslands.
Bilic mætir með sína menn til Íslands.
Mynd: Getty Images
Síðasti æfingaleikur West Ham fyrir næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni verður gegn Manchester City á Laugardalsvellinum 4. ágúst.

Þetta verður í fyrsta sinn sem tvö ensk úrvalsdeildarlið mætast á Íslandi.

Bæði lið mæta með sín sterkustu lið og segir Slaven Bilic, stjóri West Ham, að leikurinn sé fullkominn undirbúningur fyrir tímabilið.

„Ísland fangaði hug allra með glæsilegri frammistöðu á EM í fyrra og þrátt fyrir að landið sé fámennt hefur það mikla ást á fótbolta. Þetta er líka fullkominn leikur fyrir liðin því við munum leita að því sama í undirbúningi okkar," segir Bilic.

West Ham mun fara í æfingaferðir til Austurríkis og Þýskalands áður en flogið verður til Íslands og leikið hér á Laugardalsvelli þann 4. ágúst.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Ætla að slá áhorfendametið á Íslandi
Guardiola: Reykjavík er stórkostleg borg
Athugasemdir
banner
banner
banner