Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 17. mars 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Rodgers: Liverpool - City er stórleikur 8-liða úrslitanna
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers fyrrum stjóri Liverpool segir að viðureign liðsins gegn Manchester City sé sú stærsta í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þetta árið.

Liðin munu mætast 4. apríl næstkomandi á Anfield. Real Madrid og Juventus, liðin sem mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta ári mætast sama kvöld.

Rodgers, sem er nú þjálfari Celtic, stýrði Liverpool í rúm þrjú ár og er spenntur fyrir enskri viðureign þó að hann hefði vonast eftir því að liðin myndu mætast síðar í keppninni.

„Þetta er stórkostlegt. Tvö frábær lið, þetta verður sérstakt. Fyrsti leikurinn á Anfield ætti að verða frábær fótboltaleikur. Það er bara synd að þessi lið hafi dregist saman svo snemma."

„Það hefði verið betra fyrir bæði lið að dragast gegn öðru liði núna því þetta eru tvö mjög, mjög góð lið. Ég held þetta sé sú viðureign 8-liða úrslitanna sem flestra augu verði á."

Athugasemdir
banner
banner