Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   sun 18. júní 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo "komst ekki" á fréttamannafund
Framtíð Ronaldo er í óvissu.
Framtíð Ronaldo er í óvissu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo vildi ekki svara spurningum fréttamanna eftir jafntefli Portúgals gegn Mexíkó í Álfukeppninni í dag.

Ronaldo var valinn maður leiksins af FIFA og var þess vegna skyldugur að mæta á blaðamannafund eftir leikinn.

Hann komst hins vegar ekki á fréttamannafundinn þar sem hann þurfti að fara í meðhöndlun strax eftir leikinn.

Framtíð Ronaldo er í mikilli óvissu, en margir virtir fjölmiðlar hafa fullyrt það að Ronaldo, sem hefur verið gríðarlega sigursæll með Real Madrid undanfarin ár vilji yfirgefa spænska boltann.

Ronaldo er sakaður um umfangsmikil skattsvik á Spáni, en hann hefur sjálfur neitað sök í málinu.
Athugasemdir
banner
banner