Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 19. apríl 2017 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó fyrsta franska liðið í undanúrslit í sjö ár
Frábær árangur hjá Mónakó!
Frábær árangur hjá Mónakó!
Mynd: Getty Images
Mónakó átti ekki í neinum sérstökum vandræðum með að klára Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mónakó vann fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi og í kvöld á heimavelli hafði liðið betur, 3-1 - samanlagt 6-3 fyrir Mónakó.

Með sigrinum komst Mónakó í undanúrslit Meistaradeildarinnar, en þeir eru fyrsta franska liðið í sjö ár sem nær þeim áfanga.

Tímabilið 2009/10 komst Lyon í undanúrslit, en í kvöld var það Mónakó sem stal senunni. Mónakó er með gríðarlega skemmtilegt lið og það verður fróðlegt að sjá hverjum þeir mæta í undanúrslitunum.

Hin liðin sem eru komin í undanúrslit eru Atletico Madrid, Real Madrid og Juventus, en síðastnefnda liðið komst einnig áfram í kvöld eftir baráttu gegn Barcelona.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner