Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 22. september 2014 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búddamunkar blessuðu Leicester fyrir leikinn gegn Man Utd
Mynd: google
Vichai Srivaddhanaprabha heitir tælenskur eigandi Leicester City og flutti hann Búddamunka til Englands fyrir leik liðsins gegn Manchester United í Úrvalsdeildinni.

Munkarnir mættu á æfingasvæði Leicester og blessuðu leikmenn liðsins á King Power Stadium, leikvangi Leicester.

David Nugent og Jamie Vardy, sem voru meðal markaskorara, klæddust Búdda-hálsmenum eftir sigurinn og eru þeir sammála Nigel Pearson, stjóra félagsins, um að munkarnir mega koma í hverri viku ef þeir vilja.

Fyrir tímabilið var heimavöllur Leicester blessaður og hefur liðið ekki enn tapað eftir leiki gegn Everton, Arsenal og Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner