Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 22. október 2017 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi skorar ekki hátt - Fær 5 hjá flestum
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur oft átt betri daga en í dag. Hann spilaði 90 mínútur þegar Everton tapaði 5-2 gegn Arsenal.

Það er ekki hægt að setja neitt mikið út á Gylfa sérstaklega, hann hefði samt getað gert betur, rétt eins og allir leikmenn Everton í þessum leik. Gylfi getur gert betur.

Stuðningsmenn Everton eru harðorðir í garð Gylfa á Twitter og helstu fjölmiðlar Englands veita honum ekki háa einkunn.

Hjá Mirror fær Gylfi 5 í einkunn, hann fær 6 hjá The Sun, 5 hjá staðarblaðinu Liverpool Echo og 5 hjá Goal91.

Hjá Sky Sports er hann á svipuðum slóðum. Hér að neðan er einkunnargjöf Sky Sports í heild sinni.

Einkunnir Everton: Pickford (5), Kenny (5), Keane (5), Williams (4), Jagielka (5), Baines (5), Sigurdsson (5), Gueye (4), Vlasic (4), Rooney (5), Calvert-Lewin (6)

Varamenn: Davies (5), Lookman (5), Niasse (6)

Einkunnir Arsenal: Cech (6), Bellerin (7), Mertesacker (8), Koscielny (7), Monreal (7), Kolasinac (6), Ramsey (7), Xhaka (6), Ozil (8), Sanchez (7), Lacazette (7)

Varamenn: Wilshere (6)

Maður leiksins: Mesut Özil
Athugasemdir
banner
banner
banner