Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 23. mars 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Þórhildur í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fylkir
Knattspyrnudeild Fylkis samdi í gær við Þórhildi Ólafsdóttur en hún kemur frá ÍBV. Þórhildur, sem er fædd árið 1990, semur við félagið til tveggja ára.

Hún hefur spilað 132 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 47 mörk. Þórhildur varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2012 og á að baki 2 leiki með U-19 ára landsliði Íslands.

„Þórhildur er reynslumikill leikmaður og að við teljum passar vel inn í ungt lið okkar," segir Ragna Lóa Stefánsdóttir varaformaður meistaraflokks ráðs kvenna Fylkis.

„Hún hefur orðið Íslandsmeistari og kemur eflaust með góða strauma inn í lið okkar. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsl undanfarið en er að eflast og nær sér vonandi að fullu fljótlega."

„Við erum með ungt og efnilegt lið og reynsla Þórhildar skiptir okkur miklu máli í uppbyggingu liðsins."


Fylkir féll úr Pepsi-deild kvenna síðastliðið haust og spilar í 1. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner