Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 23. september 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chicharito til í að spila í vinstri bakverði
Hernandez ásamt fyrirliðanum, Mark Noble.
Hernandez ásamt fyrirliðanum, Mark Noble.
Mynd: Getty Images
Javier Hernandez, oftast kallaður Chicharito, elskar að skora mörk, en hann þarf þau ekki endilega til að njóta þess að spila fótbolta.

Chicharito, sem kom til West Ham frá Bayer Leverkusen í sumar, er tilbúinn að spila hvar sem er á vellinum.

„Líf mitt snýst ekki um að skora mörk," sagði Chicharito í viðtali við heimasíðu West Ham.

„Mér finnst gaman að spila fótbolta, mér finnst gaman að vera inn á vellinum og mér er sama hvar ég spila. Hvort sem það sé vinstri kantinum, vinstra megin á miðjunni, jafnvel í vinstri bakverði eða bara sem sóknarmaður, hvar sem er."

Chicharito verður væntanlega í eldlínunni í hádeginu þegar West Ham fær Tottenham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 34 18 6 10 67 54 +13 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
8 Chelsea 34 14 9 11 65 59 +6 51
9 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
12 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
13 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner