Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 24. júní 2015 08:38
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Heimasíða Liverpool 
Roberto Firmino til Liverpool (Staðfest)
Roberto Firmino er mættur á Anfield.
Roberto Firmino er mættur á Anfield.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool hefur staðfest kaupin á miðjumanninum Robert Firmino frá Hoffenheim.

Tilkynning frá félaginu þess efnis barst í morgun, en þar kemur fram að Firmino hafi samþykkt langtímsamning á Anfield.

Firmino er 23 ára gamall sóknarþenkjandi miðjumaður. Hann lék með Hoffenheim í 3 ár og skoraði 35 mörk í 140 leikjum í þýsku deildinni. Sló hann fyrst almennilega í gegn leiktíðina 2013-14 og skoraði þá 16 mörk í deildinni.

Enskir fjölmiðlar eru flestir sammála um að Liverpool greiði 29 milljónir punda fyrir þennan skemmtilega leikmann, sem þýðir það að hann er næst dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins á eftir Andy Carroll.

Er þetta fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Liverpool í sumar þar sem félagið hafði áður fengið þá Adam Bogdan, Joe Gomez, James Milner og Danny Ings.

Stuðningsmenn Liverpool geta fylgst með nýjasta leikmanni liðsins í Suður-Ameríku bikarnum sem nú stendur yfir, en þar er Firmino á ferðinni með brasilíska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner