Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 24. nóvember 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Orri Hjaltalín í Grindavík (Staðfest)
Orri í leik með Þór fyrr á árinu.
Orri í leik með Þór fyrr á árinu.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín er fluttur á ný til Grindavíkur og hefur gert samning við félagið.

Orri Freyr lék með Grindavík á árunum 2004-2011 en hann verður í þjálfarateymi liðsins á komandi tímabili og einnig til taks sem leikmaður.

Í sumar spilaði Orri tuttugu leiki í Inkasso-deildinni með uppeldisfélagi sínu Þór en hann hefur á ferlinum skorað 66 mörk í 350 deildar og bikarleikjum.

Í gær var tilkynnt að Jóhann Helgi Hannesson hefði samið við Grindavík en liðið hafnaði í fimmta sæti sem nýliði í Pepsi-deildinni á liðnu tímabili.

Óli Stefán Flóventsson heldur áfram sem þjálfari Grindavíkur en aðstoðarmaður hans er Milan Stefán Jankovic. Orri bætist nú í þjálfarateymið.

Athugasemdir
banner
banner
banner