Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 25. mars 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Skotar hafa ekki not fyrir leikmann hjá Real Madrid
Jack Harper.  Of mikill lúxus leikmaður fyrir Skota.
Jack Harper. Of mikill lúxus leikmaður fyrir Skota.
Mynd: Getty Images
Ricky Sbragia, þjálfari U19 ára landsliðs Skota, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að velja ekki Jack Harper miðjumann Real Madrid í hópinn sem tekur þátt í milliriðli EM í næstu viku.

Jack hefur átt heima á Spáni allt sitt líf en foreldrar hans koma frá Skotlandi. Frá 13 ára aldri hefur Jack leikið með unglingaliði Real Madrid og þrátt fyrir góða frammistöðu þar kemst hann ekki í skoska U19 ára landsliðið.

Sbragia vill frekar velja stærri og sterkari stráka en margir eru ósammála þeirri hugmyndafræði hans.

,,Einbeiting okkar er á opnunarleiknum við Austurríki og þess vegna vildum við fá meiri hæð í hópinn. Það er ein af ástæðum þess að Jack er ekki í hópnum," sagði Sbragia.

,,Ég sé því miður ekki nægilega mikið til hans. Síðast þegar hann var með okkur stóð hann sig ágætlega en ég hefði viljað sjá meira. Hjá Real Madrid getur hann verið úti um allt á vellinum en hjá okkur þarf hann að vera agaðari."

,,Hann er mjög hæfileikaríkur strákur en við getum ekki séð um hann. Hann er stundum lúxus leikmaður. Þegar gengur vel getur verið gott að hafa lúxus og tími Jack mun koma."

,,Ég ákvað að velja líkamlega sterkt lið með leikmönnum sem geta hlaupið mikið. Vonandi reynist það rétt ákvörðun í Austurríki. Þetta er algjörlega taktísk ákvörðun."


John, faðir Jack, segir að strákurinn hafi verið steinhissa á að vera ekki í hópnum. Þá segir John að forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins hafi haft samband en Jack gæti leikið með Spánverjum í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner