Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 25. júlí 2017 10:42
Magnús Már Einarsson
Marca: Mbappe til Real Madrid á 180 milljónir evra
Mynd: Getty Images
Spænska íþróttablaðið Marca greinir frá því í dag að Real Madrid hafi náð samkomulagi við Mónakó um kaupverð á Kilyan Mbappe.

Kaupverðið hljóðar samanlagt upp á 180 milljónir evra (161 milljón punda)! Real borgar strax 150 milljónir evra í sumar og 30 milljónir evra til viðbótar eru árangurstengdar.

Ef félagaskiptin ganga í gegn þá verður hinn 18 ára gamli Mbappe langdýrasti leikmaður sögunnar.

Paul Pogba á núverandi met en hann kom til Manchester United frá Juventus á 105 milljónir evra í fyrra.

Mbappe sló í gegn hjá Mónakó á síðasta tímabili en Marca segir að Real Madrid ætli að bjóða honum sex ára samning sem færa honum sjö milljónir evra í árslaun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner