Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 26. maí 2016 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgunarbikarinn: Framlengt í Garðabæ
Guðjón Baldvinsso skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar
Guðjón Baldvinsso skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan 2 - 2 Víkingur Ó.
0-1 William Dominguez da Silva ('50 )
1-1 Jeppe Hansen ('59 )
1-2 Pape Mamadou Faye ('60 )
2-2 Guðjón Baldvinsson ('89 )

Það þarf að framlengja á Samsung vellinum í Garðabæ, en heimamenn í Stjörnunni og Víkingur Ó. skildu jöfn eftir venjulegan leiktíma í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir fimm mínútur í þeim seinni skoraði William Dominguez da Silva flott mark og kom Ólsurum yfir.

Jeppe Hansen jafnaði metin eftir flotta sendingu frá Veigari Páli, en aðeins einni mínútu eftir það mark skoraði Pape Faye og kom Ólsurum aftur yfir.

Það var ekki lengi að gerast, en allt virtist stefna í sigur Ólsara. Það breyttist þó þegar Guðjón Baldvinsson skoraði þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Framlengja þarf því í Garðabæ, en hægt er að fylgjast með gangi mála í leiknum með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner