Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 26. desember 2014 19:22
Elvar Geir Magnússon
England: Sanchez maðurinn bak við nauman sigur
Tíu leikmenn Arsenal unnu QPR naumlega
Sanchez fagnar eftir að hafa komið Arsenal yfir með fyrsta marki leiksins.
Sanchez fagnar eftir að hafa komið Arsenal yfir með fyrsta marki leiksins.
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 1 QPR
0-0 Alexis Sanchez ('9 , Misnotað víti)
1-0 Alexis Sanchez ('37 )
2-0 Tomas Rosicky ('65 )
2-1 Charlie Austin ('79 , víti)
Rautt spjald: Olivier Giroud, Arsenal ('53)

Arsene Wenger fagnaði 400. sigurleik sínum í ensku úrvalsdeildinni þegar Arsenal vann 2-1 sigur gegn QPR í lokaleik dagsins. Alexis Sanchez átti enn einu sinni stórleik og var maðurinn bak við sigurinn.

Eftir sjö mínútna leik fékk Arsenal vítaspyrnu þegar Armand Traore braut klaufalega á Alexis Sanchez. Rob Green, markvörður QPR, varði slaka spyrnu Sanchez.

Sílemaðurinn bætti upp fyrir mistökin með því að skora með skalla eftir fyrirgjöf Kieran Gibbs og koma Arsenal yfir 1-0 en þannig var staðan í hálfleik.

Á 53. mínútu missti Arsenal Olivier Giroud af velli með rautt spjald. Frakkinn missti stjórn á skapi sínu og skallaði til Nedum Onuoha þegar boltinn var ekki í leik. Ekki telst það gáfulegt.

Tomas Rosicky þakkaði fyrir tækifærið sem hann fékk í byrjunarliðinu, sinn fyrsta byrjunarliðsleik í úrvalsdeildinni síðan í maí, með því að koma Arsenal tveimur mörkum yfir og létta pressuna. Arkitektinn var að sjálfsögðu Sanchez sem dansaði framhjá varnarmönnum QPR áður en hann renndi boltanum á Rosicky.

Mathieu Debuchy braut svo af sér innan teigst og Charlie Austin hleypti spennu í leikinn með því að minnka muninn úr vítaspyrnu. Austin þrumaði boltanum í mitt markið.

QPR átti nokkrar hættulegar sóknir í lokin en Arsenal náði að halda út og fagna naumum sigri. Arsenal er í sjötta sæti, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti, en QPR er í 16. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner